Til baka
Cover

Hopp App MVP

hopp.bike

Sem lokaverkefni BSc. við Háskólann í Reykjavík, bjuggum við til fyrstu útgáfu af snjallsímaforriti Hopp rafhjólaleigu.

App
Hardware connection

Verkefnið

Sem lokaverkefni úr Háskólanum í Reykjavík ákváðum við nokkrir félagar að gera verkefni fyrir Aranja. Þau voru með hugmyndir um að stofna rafhjólaleigu á Íslandi eins og þá var farið að vera vinsælt erlendis. Við höfðum mikinn áhuga á því og enduðum á því að smíða fyrstu útgáfu af Hopp appinu.
Project image
Allra fyrsti Hopp QR kóðinn 😎

Afurðin

Við enduðum á því að smíða ekki einungis app, heldur tengdum við fyrstu prótótýpu af Hopp hjólum við hugbúnaðinn og gátum leigt hjól eins og gert er í dag í gegnum appið. Því miður náðist ekki að fá hönnuð í appið á tímabilinu sem við unnum að þessu verkefni og því lítur appið allt öðruvísi út en það gerir í dag. Þetta var virkilega skemmtilegt og reynsluríkt ferli.
Project image
Project image
Project image

Viltu vinna með okkur?

Tengingar
Við erum reynslumiklir forritarar, staðsett á Íslandi, og við elskum að byggja hágæða hluti. Hvort sem það er sérhæfður hugbúnaður, sérsniðnar vefsíður, öpp, vefþjónustur, rekstur, hýsing eða ráðgjöf; Við gerum þetta allt.
/
Appetite ehf. 2024. Allur réttur áskilinn.