Til baka

Samantekt Appetite 2024

Árið 2024 markaði upphaf Appetite — ár sem einkenndist af uppbyggingu, lærdómi og mikilvægum áföngum. Þetta er einungis upphafið og við erum spennt fyrir framhaldinu.

Dec 31, 2024
Cover image

Appetite 2024

✨ Fyrsta árið okkar

Árið 2024 markaði upphaf Appetite — ár sem einkenndist af uppbyggingu, lærdómi og mikilvægum áföngum sem hafa mótað okkur sem fyrirtæki. Við settum okkur skýr markmið í upphafi — Appetite Mission Statement — og höfum síðan lagt okkur mikið fram við að byggja upp öflugt hugbúnaðarstúdíó og nýsköpunarstofu þar sem nýsköpun, gæði og raunveruleg verðmætasköpun eru í fyrirrúmi. Þetta er einungis upphafið og við erum spennt fyrir framhaldinu.

Sambönd okkar við frábært fólk hafa verið rauði þráðurinn í gegnum árið. Við lögðum mikla áherslu á að byggja upp traust tengsl við viðskiptavini og samstarfsaðila, og erum svo heppin að mörg þeirra hafa þróast yfir í vináttu. Við erum óendanlega þakklát fyrir allt það frábæra fólk sem við höfum kynnst á þessari vegferð. Takk fyrir að vera hluti af ferðalaginu með okkur 🫶.

Helstu tölur ársins

  • 9 nýir viðskiptavinir sem við unnum fyrir
  • 5 ólík svið sem spanna heilbrigðisgeirann, menntamál, verslun, íþróttir og heilsurækt
  • 1 nýr sproti - Palate
  • 2 vörumerkjaverkefni sem hjálpuðu okkur að móta ímynd okkar
  • 2 vefsíðuuppfærslur til að miðla sögu okkar betur
  • 1 einkaleyfi þar sem teymismeðlimir eru skráðir sem uppfinningamenn (NeckCare)

Lundúnadvölin

Í október lá leiðin okkar til London þar sem við hittum Nökkva Fjalar hjá Lydia. Þar gafst okkur tækifæri til að kynnast mikið af áhugaaverðu fólki, þar á meðal Colin Bryar, sem var einn af nánustu samstarfsmönnum Jeff Bezos hjá Amazon. Ferðin var einstaklega vel heppnuð og lagði grunn að spennandi samstörfum. Við hlökkum til að vinna með Nökkva að Lydia og styrkja tengsl okkar í London á komandi ári 🇬🇧.

Horft til 2025

  • Öflugt fólk bætist í teymið okkar
  • Palate verður aðgengilegt
  • Spennandi nýir sprotar
  • Fleiri áhugaverðir viðskiptavinir og samstarfsverkefni
  • Kátína ávalt í fyrrirrúmi 🥰

❤️ Takk fyrir 2024!

Við erum ótrúlega þakklát fyrir þetta frábæra fyrsta ár hjá Appetite. Hlökkum til allra þeirra ævintýra sem bíða okkar!

Apple Vision Pro

Appetite ehf. 2024. Allur réttur áskilinn.