Til baka
Amar
2024Amar var hugmynd að appi sem átti að bæta aðgengi að læknisþjónustu á Íslandi. Notendur áttu að geta ráðfært sig við lækna allan sólarhringinn í gegnum appið, en læknar myndu nota sérstakt vefviðmót til að sinna sjúklingum. Við þróuðum frumhugmyndina, hönnun og frumgerðir fyrir bæði appið og vefviðmótið. Þrátt fyrir að verkefnið hafi verið lovandi, náði það ekki lengra en á frumþróunarstig vegna ýmissa ástæðna og var að lokum lagt til hliðar.
Hugtak
App
Vef app
Client
Amar
Verkefnið
Amar er app sem bregst við skorti á aðgengilegri læknisþjónustu á Íslandi. Nú til dags þurfa margir að bíða vikum saman eftir læknistíma, sem getur reynst erfitt fyrir fólk í vinnu eða með börn á framfæri. Þjónustan er oft af skornum skammti, einkum að næturlagi og í dreifðari byggðum landsins. Með Amar geta notendur auðveldlega skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og átt samtal við lækni á örfáum mínútum, óháð tíma sólarhrings. Læknar sinna störfum sínum í gegnum sérhannað vefviðmót þar sem þeir geta svarað fyrirspurnum, ávísað lyfjum og skráð niður athugasemdir um sjúklinga. Þessi lýsing endurspeglar hönnunarhugmyndina, frumgerðir appsins og vefviðmótsins sem við þróuðum. Verkefnið var á frumstigi og miðaði að því að leggja grunn að bættri og aðgengilegri heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þrátt fyrir lovandi byrjun og mikla vinnu við upphaflega þróun, náði verkefnið ekki lengra vegna ýmissa ástæðna. Þó hugmyndin hafi verið álitleg, urðu ýmsir þættir til þess að koma í veg fyrir frekari framgang og að lokum var verkefnið lagt til hliðar.
Stækka
Stækka
Stækka
Stækka
Ertu með áskorun?
Sá sem ekki vogar, vinnur ekki.
Spjöllum saman💬