Til baka
Cover

Hopp er fyrsta rafhlaupahjólaleigan á Íslandi. Við bjuggum til fyrstu útgáfuna af appinu og bakendanum fyrir Hopp.

App

Verkefnið

Í lokaverkefninu okkar í Háskólanum í Reykjavík ákváðum við að taka þátt í spennandi verkefni í samstarfi við Aranja. Þau höfðu áhuga á að koma á fót rafhlaupahjólaleigu á Íslandi, en slíkar leigur höfðu notið vaxandi vinsælda erlendis. Okkur leist strax vel á hugmyndina og enduðum á því að þróa fyrstu útgáfuna af Hopp appinu og bakendanum.
Fyrsti Hopp QR kóðinn 😎
Stækka
Fyrsti Hopp QR kóðinn 😎

Varan

Við gerðum meira en bara að þróa appið sjálft. Við náðum líka að tengjast fyrstu útgáfu Hopp hjólanna, þannig að fólk gæti leigt hjólin beint í gegnum appið. Hönnunarteymið náði reyndar ekki að klára útlitið á appinu áður en verkefnið kláraðist, því leit það svolítið öðruvísi út en það gerir í dag. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ferli, og það er frábært að sjá að í dag er Hopp ekki einungis á Íslandi, heldur í fjölmörgum öðrum löndum. Það er gaman að hugsa til þess að það sem byrjaði sem háskólaverkefni er orðið að alþjóðlegri, grænni samgöngulausn!
Project image
Stækka
Project image
Stækka
Project image
Stækka

Ertu með áskorun?

Sá sem ekki vogar, vinnur ekki.

Appetite ehf. 2024. Allur réttur áskilinn.