Til baka
apps.apple.com
![Cover](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fassets.appetite.is%2Fprojects%2Fhopp%2Fcover.png&w=3840&q=75)
Hopp
2019Hopp er fyrsta rafhlaupahjólaleigan á Íslandi. Við bjuggum til fyrstu útgáfuna af appinu og bakendanum fyrir Hopp.
App
Verkefnið
Í lokaverkefninu okkar í Háskólanum í Reykjavík ákváðum við að taka þátt í spennandi verkefni í samstarfi við Aranja. Þau höfðu áhuga á að koma á fót rafhlaupahjólaleigu á Íslandi, en slíkar leigur höfðu notið vaxandi vinsælda erlendis. Okkur leist strax vel á hugmyndina og enduðum á því að þróa fyrstu útgáfuna af Hopp appinu og bakendanum.
![Fyrsti Hopp QR kóðinn 😎](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fassets.appetite.is%2Fprojects%2Fhopp%2Fgallery%2Fqr-code.png&w=3840&q=75)
Stækka
Fyrsti Hopp QR kóðinn 😎
Varan
Við gerðum meira en bara að þróa appið sjálft. Við náðum líka að tengjast fyrstu útgáfu Hopp hjólanna, þannig að fólk gæti leigt hjólin beint í gegnum appið. Hönnunarteymið náði reyndar ekki að klára útlitið á appinu áður en verkefnið kláraðist, því leit það svolítið öðruvísi út en það gerir í dag. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ferli, og það er frábært að sjá að í dag er Hopp ekki einungis á Íslandi, heldur í fjölmörgum öðrum löndum. Það er gaman að hugsa til þess að það sem byrjaði sem háskólaverkefni er orðið að alþjóðlegri, grænni samgöngulausn!
![Project image](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fassets.appetite.is%2Fprojects%2Fhopp%2Fgallery%2Flogin.png&w=3840&q=75)
Stækka
![Project image](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fassets.appetite.is%2Fprojects%2Fhopp%2Fgallery%2Fmap.png&w=3840&q=75)
Stækka
![Project image](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fassets.appetite.is%2Fprojects%2Fhopp%2Fgallery%2Ftrip.png&w=3840&q=75)
Stækka
Ertu með áskorun?
Sá sem ekki vogar, vinnur ekki.
Spjöllum saman💬