Til baka
Cover

NeckCare

2024
neckcare.com

Við unnum með NeckCare að þróun stafræns kerfis sem hjálpar fólki að bæta hálshreyfingar og stjórn með sérhönnuðum prófum, æfingum og skýrslugerð fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga.

Vef-app

Verkefnið

Við höfum unnið náið með NeckCare að þróun nýs stafræns kerfis sem ætlað er að hjálpa fólki að bæta hálshreyfingar og stjórn með sérhönnuðum prófum og æfingum. Kerfið hentar fjölbreyttum hópi notenda, allt frá þeim sem eru að jafna sig eftir höfuðáverka eða hálshnykk, til einstaklinga með hálsverki, íþróttafólks og fleiri. Megináherslan var lögð á að innleiða nokkur lykilpróf í kerfinu. Við þróuðum hið svokallaða fiðrildapróf (e. butterfly test), sem metur hreyfingar höfuðsins eftir fyrirfram ákveðinni leið, hreyfisvið-próf (e. range of motion test) sem mælir hreyfigetu hálsins í ýmsum áttum, og liðstöðuvillu-próf (e. joint position error test) sem metur nákvæmni þess að snúa aftur í upphaflega hálsstöðu. Einnig var bætt við mati á einkennum notenda. Við bjuggum til virkni sem gerir kleift að útbúa ítarlegar og auðskiljanlegar skýrslur og gröf eftir hvert próf. Þessi sjónrænu gögn auðvelda heilbrigðisstarfsfólki að fylgjast með framförum sjúklinga yfir tíma. Þá var bætt við möguleika fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að deila skýrslum á öruggan hátt á netinu, spila prófið og sjá það gerast aftur og hlaða niður PDF-skjölum af skýrslunum til varðveislu. Að lokum var hannaður sérstakur æfingahluti til að hjálpa sjúklingum að bæta árangur sinn í prófunum. Þetta heildstæða kerfi auðveldar bæði heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum að vinna saman að meðferð og bata.
Tenging við hreyfiskynjara
Fiðrildapróf
Hreyfisviðs-próf
Liðstöðuvillu-próf

Áskoranir

Þróun prófanna var flókin, enda þurftu þau að vera í fullkomnu samræmi við rannsóknir og regluverk NeckCare. Það er vert að nefna að kerfi NeckCare byggja á tveggja áratuga vísindalegum rannsóknum. Sömu nákvæmni var krafist við gerð skýrslna og greininga til að tryggja réttar niðurstöður og skýra framsetningu gagna. Eitt af því sem við þurftum að takast á við í verkefninu var að tengja við sérstakan hreyfiskynjara, sem reyndist vera töluverð áskorun. Stærsta vandamálið sem við rákumst á var svokallað skynjararek (e. drift), en okkur tókst að leysa það með því að fínstilla kvörðunarferlið (e. calibration process). Til að einfalda þróunarferlið bjuggum við til hermunartækni sem gerði okkur kleift að vinna óháð beintengingu við skynjarann. Þetta flýtti fyrir þróun frumgerða og prófana. Auk þess gátum við þróað skýrslur og aðra virkni mun hraðar og skilvirkara en ella.
Working with Appetite has been an outstanding experience. Time and time again, they exceeded all my expectations, delivering exceptional results. I’ve never seen a contractor get up to speed as quickly—they were providing significant value within the first week! Their expertise and efficiency made them one of the best investments we’ve ever made. I highly recommend them to any company seeking top-tier talent!
Darri Steinn Konráðsson
CTO, NeckCare

Lokaorð

Verkefnið gekk vonum framar. Allir viðskiptavinir NeckCare hafa tekið nýja kerfið í notkun og njóta nú góðs af auknum möguleikum þess og betri notendaupplifun. Þótt NeckCare eigi marga virta viðskiptavini sem gaman væri að nefna þá kjósum við að virða trúnað þeirra og nefnum engin nöfn hér. Við erum afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í verkefni sem hefur svo mikil áhrif á líf fólks. Sérstaklega ánægjulegt hefur verið að heyra hversu vel sjúklingar taka lausninni, en margir segja hana hafa gjörbreytt endurhæfingarferli sínu til hins betra. NeckCare reyndist vera frábær samstarfsaðili í gegnum allt ferlið. Við mynduðum sterk fagleg tengsl við teymið þeirra en eignuðust einnig góða vini. Í ljósi þessa góða samstarfs og árangurs vonumst við til að fá fleiri tækifæri til að vinna með þessu hæfileikaríka fólki aftur, hvort sem það verður í gegnum NeckCare eða á öðrum vettvangi.
Project image
Stækka

Ertu með áskorun?

Sá sem ekki vogar, vinnur ekki.

Appetite ehf. 2024. Allur réttur áskilinn.