Til baka
Cover

Realtime

2023
inrealtime.app

Realtime er tól til að innleiða rauntíma-virkni í þinn hugbúnað. Rauntíma virkni hefur aldrei verið eins einföld.

SaaS
Vef app
NPM pakki

Verkefnið

Þegar við hófum Slate verkefnið sáum við fyrir okkur að búa til hugbúnað með innbyggðri samvinnugetu í rauntíma. Við leituðum að góðri lausn á markaðnum en fundum ekkert sem hentaði okkur. Því ákváðum við að búa til okkar eigin lausn. Strax í upphafi tókum við þá stefnu að þróa Realtime sem sjálfstæða vöru, svo að afraksturinn gæti nýst fleirum en bara Slate.

Áskoranir

Þegar við hófumst handa við þróunarvinnuna kom fljótt í ljós hversu flókið það er að smíða hugbúnað sem vinnur í rauntíma. Við þurftum að leysa ýmis vandamál eins og að tryggja skalanleika, stýringar á gagnabreytingum, greiða úr gagna árekstrum og hanna reiknirit sem bregðast við í rauntíma. Til að skilja betur hversu viðamikið verkefni þetta er, er gott dæmi að líta til Figma. Þau þurftu heil tvö ár til að endurskrifa hugbúnaðinn sinn svo hann gæti unnið í rauntíma.
Project image
Stækka
Project image
Stækka

Varan

Við nefndum vöruna okkar „Realtime" og hönnuðum hana sem heildstæða lausn. Hún er samsett úr nokkrum hlutum; hugbúnaðarpakka sem er aðgengilegur á NPM undir nafninu @inrealtime/react, notendavænu stjórnborði fyrir áskriftir og notkunaryfirlit, ítarlegum leiðbeiningum og kjarna þjónustunnar. Bakendinn byggir á Cloudflare Durable Objects, sem er undirstaða öflugu rauntímavélarinnar okkar. Við erum gríðarlega stolt af Realtime, enda er lausnin bæði öflugri og þægilegri í notkun en aðrar sambærilegar lausnir á markaðnum. Þannig bjóðum við forriturum upp á framúrskarandi tól til að bæta rauntímaeiginleikum við forritin sín.
Project image
Stækka
Project image
Stækka
Project image
Stækka

Ertu með áskorun?

Sá sem ekki vogar, vinnur ekki.

Appetite ehf. 2025. Allur réttur áskilinn.